ljósmyndun
fasteigna
Verðskrá
Öll verð innihalda vsk.

Fjölbýli
24.900kr
Íbúðir
Inni, úti-loftmyndir
Enginn hámarksfjöldi mynda

Sérbýli
29.900kr
Einbýli – rað og parhús
Inni, úti-loftmyndir
Enginn hámarksfjöldi mynda

Loftmyndir
14.900kr
Loftmyndir af eign og umhverfi.
dd
Vinsælar viðbætur
Teikningar 2D
6.900kr
Endurteiknuð mynd af gólfplani eignarinnar í tvívídd
Teikningar 3D
9.900kr
Endurteiknuð mynd af gólfplani eignarinnar í þrívídd
Sviðsetning húsgagna 3D
Sjá verð
1stk 4.500kr
5stk 20.250kr (10%afsl)
10stk 38.250kr (15%afsl)
Þrívíddarsviðsetning á tómum rýmum þar sem húsgögn eru tölvuteiknuð inn í rýmið eftirá.

undirbúningur fyrir myndatökuna
Hér fyrir neðan eru helstu punktar sem gott er að hafa í huga fyrir myndatöku.
Með því að fylgja þessum leiðbeiningum náum við því besta úr myndatökunni.
Að sjálfsögðu leiðbeinum við eigendum í myndatökunni.
Stundum þarf að færa hluti á milli herbergja, og er það fullkomlega eðlilegt.
Oft er gott að nota eitt herbergi til að flytja allt dótið inn í og enda svo á því herbergi.
Orðatiltæki “Því minna því betra” þá nær fólk að ímynda sér sitt innbú betur í eigninni.
Bílskúrar, þvottahús þarf ekki nauðsynlega að mynda, en ef þau eru snyrtileg eru þau að sjálfsögðu mynduð.
Geymslur eru nánast aldrei myndaðar.
ALMENNT
- Draga frá öllum gardínum til að fá náttúrulega birtu inn í rýmið.
- Kveikja öll loftljós, veggljós, lömpum.
- Slökkva á öllum skjám (Sjónvarpi, tölvuskjám, fartölvur lokaðar)
- Fjarlægja gólfmottur geta látið rýmin minnka minni.
- Létt á forstofu flíkum, skóm & þess háttar.
- Fjarlægja allt sem fylgir gæludýrum.
- Fallegar plöntur & blóm gefur góðan lit fyrir rýmið.
- Fela snúrur.
- Þrífa glugga innan sem utan.
STOFA/BORÐSTOFA
- Fjarlægja fjarstýringar.
- Slökkva á sjónvarpi.
- Fjarlægja dúkka af borðum.
- Létt á stólum (enda stólar við borðstofuborðum minnka oft rýmin td).
- Blóm & plöntur gefa mikið.
- Gangið frá púðum, gott að hafa tvo til þrjá í sófa.
ELDHÚS
- Fjarlægja hlut á eldhúsborðinu (gott að hafa kaffivél, hrærivél þess háttar)
- Fjarlægja allt af ísskápnum segla, dagatöl og þess háttar.
- Fjarlægja eldhúsrúllur, borðtuskur, viskustykki, hanska og leppi.
- Fjarlægja uppþvottaefni,uppþvottabursta, þurrkgrindur.
- Fjarlægja allt af efri skápum
- Blóm & plöntur gefur góðan lit.
- Gott að hafa litríka ávaxtakörfu.
- Strjúka af borðum, ísskáp, hellum, ofnum.
SVEFNHERBERGI
- Búa um rúm helst með rúmteppi og púðum
- Fjarlægja óþarfa dót af náttborðum líka opna hólfinu.
- Loka skápum / opnir skápar hafa snyrtilega raðað.
- Fjarlægja dót ofan á skápum
- Ef hlutir eru undir rúmi reyna fela það sem best.
- Fela snúrur á sjónvarpi/apple tv.
- Barnaherbergi létt á tuskudýrum eitt/tvö nóg.
BAÐHERBERGI
- Fjarlægja sjampóbrúsa & allt í sturtunni/baðinu.
- Fjarlægja tannkrem / tannbursta.
- Fjarlægja handklæði & baðmottu
- Fjarlægja ruslatunnu, klósettbursta & baðvigt.
- Þrífa sturtugler & spegil.
- Falleg planta, ilmkerti gefa mikið.
ÞVOTTAHÚS
- Hafa þvottavél & þurrkara tóma.
- Fjarlægja þvottagrind / óhreinatau
- Fjarlægja kústa/sóp, skúringargræjur. Létta á hillum / sápur, þvottaefni þess háttar
ÚTISVÆÐI
- Hafa innkeyrslu tóma færa bíla (ef bílakjallari hafa bílastæðið tómt)
- Fjarlægja lausar ruslatunnur.
- Fjarlægja hjól.
- Slá gras og hafa garðinn snyrtilegan.
- Raða útihúsgögnum & rúllið upp slöngum
- Mokið innkeyrsluna að vetri til.

